Skandinavísk miðvikudagsblanda

Oh No Ono – Kom Ud Og Leg
Íslendingar munu fá að sjá þessa frábæru dönsku sveit stíga á stokk á Airwaves eftir rétt tæpan mánuð. Meðfylgjandi er glænýtt lag með sveitinni, þeirra fyrsta sem sungið er á dönsku (eins furðulega og það hljómar nú), en það er samið í kringum tónverk danska tónskáldsins Karsten Fundal sem heitir “Ritornello del Contratio”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hi-Horse – 7th Street Ninjas
Það er finni að nafni Jani Kamppi sem er víst heilinn á bakvið Hi-Horse. Hann blandar saman taktfastri og dansvænni popptónlist saman við blúsgítarspil með afar áhugaverðum árangri. Væntanleg er platan Concrete Clouds.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Philco Fiction – Dan iel
Norskt tríó sem spilar örlítið drungalega blöndu af jazz og poppi með örlitlum keim af trip hoppi. Gæti verið norska útgáfan af Portishead. Lagið er af plötunni Give Us To The Lions sem kom út í apríl á þessu ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tomas Halberstad – Add To All The Noise
Hressilegt, og dansvænt popp að hætti sænskra með feitum synth. Tekið af tveggja laga smáskífunni Autumn Fall AA sem Tomas gaf aðdáendum sínum í tilefni haustkomunar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ghost – City Lights
Það ættu eflaust einhverjir að kannast við The Ghost en þetta færeyska dúó spilaði hér á landi á Airwaves 2008 ef mig minnir rétt. Í sumar kom út fyrsta plata þeirra félaga sem heitir War Kids. Meðfylgjandi er myndbandið við fyrstu smáskífuna af plötunni, lagið “City Lights”.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.