Útgáfutónleikar Rökkurróar

Hljómsveitin Rökkurró gaf nýlega út sína aðra breiðskífu, Í annan heim hjá 12 Tónum. Platan hefur fengið stórgóðar viðtökur og hefur til að mynda verið ofarlega á Tónlistanum frá því að hún kom út.

Til að fagna útgáfunni blæs hljómsveitin til útgáfutónleika, en þeir fara fram í Iðnó þriðjudaginn 21. september og verður platan þar leikin i heild inni. Rökkurró mun fá ýmsa gesti sér til liðs við flutninginn, meðal annars strengjasveit og aðra hljóðfæraleikara. Það er hljómsveitin Of Monsters and Men sem sér um upphitun en sveitin vann Músíktilraunir í ár.

Húsið opnar 20:30 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 21:00.

Forsala miða er í 12 Tónum Skólavörðustíg og kostar miðinn þar 1000 kr en 1200 kr við hurð.

Plötur verða seldar á tilboðsverði þetta kvöld.

Rökkurró – Sjónarspil

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.