Þrjár góðar á mánudegi

The Good Natured – Prisoner
Lag sem finna má á Be My Animal, b-hlið nýjustu smáskífu The Good Natured, sem kemur út þann 1. nóvember næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Day Of The Woman
Á morgun kemur út platan Day Of The Woman en það er samvinnuverkefni þriggja tónlistarmanna. Hér er um að ræða tilkomumikla blöndu af tilraunakenndu hip-hop, post-rock, nýsækadeliku og raftónlist sem er vel þess virði að kynna sér nánar. Heyra má plötuna í heild sinni hér að neðan en einnig má hala henni niður endurgjaldslaust með því að smella á viðeigandi tengil í spilaranum.

Boy Eats Drummachine
Úr því að maður er farinn að tala hér um tilraunakennt hip-hop tel ég algerlega nauðsynlegt að láta 20 beats, nýjustu plötu Boy Eats Drummachine, fylgja með. Er þetta önnur plata þessa frumlega taktsmiðs á árinu en í mars gaf hann út hina stórgóðu Hoop and Wire en hún kemur sterklega til greina sem ein af plötum ársins að mínu mati.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.