Where’s The Snow?

Heimildamyndin Where’s The Snow?, eftir þá Bowen Staines og Gunnar B.Guðbjörnsson, sem fjallar um bestu tónlistarhátíð í heimi, Iceland Airwaves, verður frumsýnd sunnudaginn 26. september kl. 19.30 í Iðnó.

Myndin var tekin á Iceland Airwaves 2009 og lýsir stemningunni sem myndast iðulega á Airwaveshátíðum vel auk þess að spyrja tónlistarfólk og tónlistaráhugafólk hinnar stóru spurningar: “Hvað er það eiginlega sem gerir Airwaves svona frábæra?”

Í myndinni koma meðal annars fram eftirfarandi hljómsveitir og listamenn: Reykjavík!, Mammút, Páll Óskar, Hjaltalín, Agent Fresco, Dikta, Ourlives, Ólafur Arnalds, Retro Stefson, Dr.Spock, Kimono og Esja.

Sýning myndarinnar hefst kl. 20.00 í Iðnó en á undan sýningunni koma hljómsveitirnar Agent Fresco og Mammút fram í anddyrinu og leika nokkur lög fyrir gesti. Viðburðurinn verður kvikmyndaður og þær tökur notaðar sem aukaefni fyrir myndina þegar hún verður gefin út. Jafnframt verður Q&A eftir sýningu hennar með leikstjórum myndarinnar.

Miðaverð á sýninguna er kr. 1.000 og fer miðasala fram á Riff.is, í Eymundsson í Austurstræti og á sýningarstað. Opnunartímar eru frá kl. 12 til 19.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.