• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Úr Pósthólfinu

Þá er komið að því enn og aftur, lömbin mín, að bregða undir sig betri fætinum og valhoppa ofan í pósthyrslur Rjómans. Þar er alltaf eitthvað spennandi, óvænt og ánægjulegt að finna. Við skulum sjá hversu snemma Jólin koma í þetta skiptið.

Zach Hill – Memo to the man
Zach er einn fjölhæfasti trommarinn í bransanum í dag og hefur unnið með heilum helvítis helling af nafntoguðum listamönnum sem margir hverjir koma fram á nýjustu plötu kappans sem nefnist Fat Face. Meðal þeirra sem leggja honum lið eru Devendra Banhart, No Age, Guillermo Scott Herren (Prefuse 73), Greg Saunier (Deerhoof), Nick Reinhart (Tera Melos, Bygones) og Robby Moncrieff (Raleigh Moncrieff). Meðfylgjandi er fyrsta lag plötunnar sem væntanleg er 19. október næskomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cusses – Custody Master
Skemmtilega hávaðasamt tríó með fljóðbylgju gítar sem minnir óneitanlega á bernskubrek Yeah, Yeah, Yeah’s.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peelander-Z – E-I-E-I-O
Létt flippað tríó frá Brooklyn sem básúnar hér yfir allt og alla pönk og ska útgáfu sinni af barnaþulunni amerísku “Old McDonald”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Wagner Logic – Years From Now
Enn eitt tríóið, í þetta skipti frá Alaska. Lagið er tekið af nýútkominni samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kaka – Below this sun
Það finnst öllum kökur góðar og ekki er verra ef þær eru sænskar. Lagið er tekið af annari plötu Kaka, Candyman, sem væntanleg er snemma á næsta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Mike – Lights and Sounds Mixtape
Tæplega 40 mínútna hipster mix þar sem margir af nafntoguðustu listamönnum samtímans eru teknir fyrir á einn hátt eða annan. Inniheldur m.a. lög með Friendly Fires, Chromeo, Yeah Yeah Yeahs, The Eurythmics, Major Lazer, Big Boi og Kanye West.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply