Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2007, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, við góðar undirtektir gagnrýnenda enda stórkostlega plata þar á ferð. Undanfarið hefur hann svo verið að gera ansi góða hluti á öldum ljósvakans með lagi sínu “Hamingjan er hér”. Eflaust eru margir orðnir þyrstir í að heyra meira en biðin er senn á enda þar sem önnur breiðskífa Jónasar er væntanleg. Platan ber nafnið Allt er eitthvað og kemur í búðir á föstudaginn næstkomandi, 1. október. Jónas hefur þó tekið forskot á sæluna og smellt inn einu lagi af plötunni á netið en það nefnist “Allt er eitthvað”, rétt eins og skífan sjálf. Þið getið hlustað á lagið á heimasíðu Jónasar, nú eða bara hérna fyrir neðan.

Þess má svo geta að Jónas heldur tónleika í Tjarnarbíó, þriðjudaginn 12. október, til að fagna útkomu plötunnar. Ritvélar framtíðarinnar, hið sjö manna band Jónasar, mun að sjálfsögðu leika með honum þar og er því von á góðu grúvi. Tvöþúsund krónur mun kosta inn og fara miðar fljótlega í forsölu á miða.is og í miðasölu Tjarnarbíós. Ég mæli eindregið með að þið takið þennan dag frá.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Allt er eitthvað (af Allt er eitthvað).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Hamingjan er hér (af Allt er eitthvað).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply