• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Nokkur af áhugaverðustu erlendu myndböndum ársins.

Nú þegar síga fer á sinni hlutann á árinu er ekki úr vegi að taka stöðuna á ákveðnum tónlistartengdum hlutum. Í þetta skiptið eru það tónlistarmyndbönd erlendis frá en þaðan hafa nokkur ansi merkileg myndböndin borist okkur í gegnum þröngar pípur Alnetsins.

Byrjum á besta myndbandi ársins sem er án efa við lag Arcade Fire “We used to wait” en það er einungis hægt að sjá og upplifa á slóðinni www.thewildernessdowntown.com og með því að nota Google Chrome vafrann.

Hér að neðan eru svo nokkur vel valin myndbönd sem vakið hafa verðskuldaða athygli í ár. Ég hvet lesendur eindregið til að skilja eftir athugasemdir við þessa færslu með sínum tilnefningum til áhugaverðustu myndbanda ársins.

Vampire Weekend – Giving Up The Gun

LCD Soundsystem – Drunk Girls
Spike Jonze mistekst eiginlega aldrei í myndbandagerð sinni og gerir það sannarlega ekki hér þar sem hljómsveitinni er misþyrmt af hópi fólks í einhverskonar panda búningum.

Hot Chip – I Feel Better
Skemmtilega súrt myndband frá Hot Chip þar sem JLS, sigurvegarar X-Factor í Bretlandi, verða fyrir barðinu á einhverri Moby-legri fígúru.

HEALTH – We are Water
Án efa blóðugasta myndband ársins. Leikstjóri er Eric Wareheim.

M.I.A. – Born free
Rauðhærðir eru hundeltir af yfirvöldum í þessu magnaða myndbandi eftir Romain Gavras.

OK Go – White Knuckles
Það eru skiptar skoðanir um ágæti tónlistar OK Go en það verður ekki frá þeim tekið að myndböndin þeirra eru algert meistaraverk. Þetta myndband er að margra mati það besta sem sést hefur á árinu.

OK Go – This Too Shall Pass
Hér eru svo tvö afar ólík myndbönd við sama lagið. Ég veit ekki hvort mér finnst betra en hið seinna, sem er óður til meistara Rube Goldberg, hefur án efa verið talsvert erfiðara í framleiðslu.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

4 Athugasemdir

 1. Viðundur · 30/09/2010

  rosalegt þetta MIA myndband. Leikstjórinn á reyndar ekki langt að sækja innblásturinn, verandi sonur Kosta Gavras sem gerði uppreisnarmyndina Z á 7. áratugnum. En hvað um það, dómínó-myndbandið frá OK-Go finnst mér dáldið stolið frá the Bravery, en vídjóið við aðalnúmerið “An Honest Mistake” á frumburði þeirrar sveitar var af mjög svipuðum toga, bara ögn smærra í sniðum.

 2. Egill Harðar · 30/09/2010

  Myndbandið hjá OK Go er óður til meistara Rube Goldberg. Er viss um að The Bravery hafa sótt innblástur til hans líka.

 3. Eyþór · 30/09/2010

  Ég held að OK Go og Arcade fire eru klárlega með mjög metnaðarfull myndbönd, en ég verð að segja að ég hef alveg virkilega gaman af tennismyndbandi Vampire Weekend, sérstaklega þar sem Jake Gyllenhaal kemur inn.

 4. Egill Harðar · 30/09/2010

  Sammála! Gyllenhaal á mjög sterka innkomu. RZA er líka flottur sem dómarinn 🙂

Leave a Reply