Rúnar Þórisson – Fall

Rúnar Þórisson tónlistarmaður og gítarleikari hljómsveitarinnar Grafik gefur á morgun út nýjan sólódisk. Rúnar hefur um árabil bæði fengist við rafgítarleik og klassískan gítarleik og leikið á tónleikum hér heima m.a. Iceland Airwaves, Listahátíð, Myrkum Músikdögum, Aldrei fór ég suður og erlendis m.a. á menningarhátíðinni Nordischer Klang. Diskurinn sem ber heitið Fall hefur verið í vinnslu s.l. 2-3 ár og er gefinn út 5. október, á fæðingadegi bróður hans, Þóris Arnars, sem lést fyrir fáum árum. Áður hefur komið út undir Rúnars nafni diskurinn Ósögð orð og ekkert meir sem kom út árið 2005.

Kveikjan að nýja diskinum er að hluta tengdur leikhúsi og tónlist sem Rúnar samdi við leikverk sem Draumasmiðjan setti upp ekki fyrir svo löngu síðan. Öll lög og textar, upptökustjórn, útsetningar og að stórum hluta hljóðfærleikur er í höndum Rúnars. En hann nýtur jafnframt aðstoðar reyndra hljóðfæraleikara og ber að nefna Arnar Þór Gislason trommuleikara og Jakob Magnússon bassaleikara. Þá er mikið um söng og raddir sem m.a. kemur úr börkum Hjörvars Hjörleifsonar, Gísla Kristjánssonar, Láru og Margrétar dætra Rúnars, Elízu Newman, Hrólfs Sæmundssonar og Rúnars sjálfs. Þá leikur strengjasveit í allmörgum lögum og Skólakór Kársness syngur í tveimur en á þessari plötu lagði Rúnar ekki síður vinnu í útsetningar, texta og lög en hljóðfæraleikinn. Platan er tekin upp í R&R stúdío, í Bergsmáranum heima hjá Rúnari, í Bæjarlind og Ealing Recording í London og mixuð í R&R studíó með Birki Rafni Gíslasyni. Diskurinn er tileinkaður móður Rúnars, Guðmundu Jóhannsdóttur auk þess sem einstök lög og textar eu að vissu marki tenging við nánustu fjölskyldu og vini en textarnir taka á einstaklingsbundinni og samfélagslegri upplifun, kreppu, eftirsjá, von, ást, náttúru, spillingu og valdi.

Rúnar er að leika á Iceland Airwaves fimmtudaginn 14. október á Sódóma kl. 20.20 en útgáfutónleikar verða að öllu óbreyttu í nóvember.

Rúnar Þórisson – When I Was

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Rúnar Þórisson – Fall”

  1. shar says:

    Þetta lag “When I was” hittir mig og hér renna saman nær allt repertoirið, sem finnst í músík..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.