Airwavesæfing 7. október

Hljómsveitirnar Just Another Snake Cult, Skelkur í bringu og The Heavy Experience eru heldur betur æstar í Airwaves hátíðina í næstu viku og vilja standa sig vel þar.  Í tilefni af því verða æfingatónleikar á Venue á fimmtudaginn 7. október þar sem öllum er velkomið að koma að æfa sig í að hlusta, dansa eða öðru sem áhorfendur gera!

Just Another Snake Cult hefur aðeins einu sinni komið fram sem heil hljómsveit, en síðan þá hafa orðið bassaleikaraskipti, svo þau þurfa heldur betur að æfa sig í að spila á tónleikum.  Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Santa Cruz í Californiu en forsprakki sveitarinnar, Þórir Bogason hefur búið þar bróðurhluta æfi sinnar.  Hann flutti til Íslands með plötu í farteskinu og setti saman hljómsveit.  Platan kemur út á vegum Brak hljómplatna einmitt tónleikadaginn, 7. október.

Skelkur í bringu hafa verið áberandi í tónleikamenningu Reykjavíkur, en þó lítið undanfarið ár.  Síðast spilaði sveitin í september 2009 en er loksins komin aftur í tónleikagírinn, þéttari en nokkru sinni áður!

The Heavy Experience er meðal áhugaverðari sveita þetta árið en strákarnir í sveitinni spila tilraunakennda drunutónlist sem gætir áhrifum frá vestra-kvikmyndatónlist og inniheldur saxófónleikara.

Það kostar ekkert inn á tónleikana og þeir hefjast klukkan 21:00

Just Another Snake Cult – The Dionysian Season

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skelkur Í Bringu – Þjóðhátíð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Heavy Expreience – Live á Sódoma 2010-03-04 (Þórir Snake Cult tók upp)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.