Best of Breed með Bob

Þann 9. október næstkomandi mun rokkhljómsveitin Bob fagna útkomu EP plötu sinnar Best of Breed með tónleikum á Faktorý. Platan verður fáanleg ókeypis á rafrænu formi á vefsíðunni jamendo.com sem og á gogoyoko.com.

Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur sem er um margt merkilegt því það mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin rukkar inn á tónleika sem hún heldur, en Bob hafa hingað til lagt mikið upp úr stuðningi við hinn fátæka rokktónlistarunnanda. Ástæðan fyrir þessari nýlundu er sú að hljómsveitin hyggst nota þá peninga sem koma í kassann til að fjármagna framleiðslu á efnislegum eintökum af sinni næstu plötu, sem hún hyggst taka upp í haust en hefur ekki enn hlotið nafn, í vínyl-formi.

Tónleikagestum verður einnig boðið upp á að forpanta viðhafnarútgáfu af næstu plötu sveitarinnar á 3000 krónur. Viðhafnarútgáfan verður einnig í vínyl-formi, í sérsprentuðu umslagi og mun henni fylgja bolur í stíl við hönnun plötunnar. Sérlegum aðdáendum Bob er því bent á að mæta með 3000 krónur meðferðis því viðhafnarútgáfan verður í takmörkuðu upplagi og aðeins verður hægt að panta hana á þessum tilteknu tónleikum.

Með Bob spila hljómsveitirnar Sudden Weather Change og Miri og er því ljóst að þarna gefst rokkþyrstum íslendingum tækifæri á að sjá nokkur af ferskustu rokkböndum landsins um þessar mundir og á sama tíma styðja við hugsjónarstarf í íslenskri grasrótarmenningu.

Bob hafa áður gefið út breiðskífuna dod qoq pop árið 2006 og hlaut hún frábærar viðtökur gagnrýnenda.

Bob – The Cat Ate my Pill Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.