Dry Land kemur út á vínyl

Miðvikudaginn 13. október gefur Bloodgroup út síðustu plötu sína, Dry Land, á vínyl. Platan kom upprunalega út á geisladisk í desember á síðasta ári en nú verður hún loksins fáanleg fyrir vínyl perrana og aðra safnara, en öllum seldum eintökum fylgir kóði svo hægt sé að nálgast stafrænt niðurhal af lögunum ásamt aukalagi.

Nýverið þurfti Lilja Kristín Jónsdóttir söngkona sveitarinnar frá upphafi að kveðja bræður sína og vin úr sveitinni en í stað hennar gekk Sunnar Margrét Þórisdóttir.

Bloodgroup spilar á tvennum tónleikum á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, á miðvikudagskvöldið á “showcase” tónleikum Record Records útgáfunnar á Nasa, en aðrar sveitir sem koma þar fram eru Mammút, Agent Fresco og fleiri bönd frá Record Records, og á föstudagskvöldið á sama stað ásamt Alex Metric, Slagsmalsklubben, Hjálmum og fleiri góðum.

Bloodgroup – My Arms

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.