• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Í Annan Heim með Rökkurró komin út á vínyl.

Jólin koma snemma fyrir vínylperrana. Ekki nóg með að Bloodgroup hafi endurútgefið Dry Land á vínyl, eins og fram kom hér í morgun, heldur hafa elskurnar í Rökkurrró gefið út plötuna sína, Í Annan Heim, á vínyl líka. Platan er fáanleg í verslun 12 tóna Skólavörðustíg á meðan byrgðir endast.

Það er upplagt fyrir áhugasama að skottast upp í 12 Tóna á miðvikudaginn kl 17:30 þar sem Rökkurró mun leika á Off-venue Airwaves tónleikum og grípa sér eitt stykki í leiðinni. Þess má að auki geta að vínyllinn er einnig er fáanlegur á netinu á þessari slóð.

Rökkurró – Sjónarspil

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply