Kraumur og Backyard á Airwaves

Kraumur og tónlistarmennirnir bakvið heimildarmyndina Backyard taka höndum saman á Airwaves. Opnir ókeypis tónleikar verða fyrir alla aldurshópa á föstudaginn, þar sem fram koma nokkrar hljómsveitir úr myndinni. Á föstudaginn verður ’spurt & svarað’ (Q&A) og umræður í kjölfar sýningar á myndinni. Myndin verður sýnd og kynnt yfir alla Airwaves helgina og eru allir velkomnir.

Viðburðirnir fara fram í Bíó Paradís (gamla Regnboganum), Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Airwaves gestir fá helmings afslátt á sýningunum, en ókeypis er á tónleikana. Þær hljómsveitir sem koma fram í myndinni eru Borko, múm, Hjaltalín, Reykjavík!, Retro Stefson, Sin Fang Bous og Fm Belfast.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.