• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Airwaves dagbók Kristjáns : Fall er fararheill (Miðvikudagur)

Andrúmsloftið í miðbænum var rafmagnað þegar ég mætti klukkan rétt rúmlega sjö til að ná í miðann minn á Hotel Plaza. Það reyndist hægara sagt en gert, því að einhver Gunni hafði tekið miðann sem var ætlaður mér. Ég bölvaði öllum Gunnum bæjarins og horfði sorgmæddur á Akureyska pönkbandið Buxnaskjóna í gegnum gluggann á Café Amsterdam. Með hjálp mætra manna náði ég að læðast framhjá beljökunum sem pössuðu innganginn á Venue og hélt þar til þangað til hæstvirtur ritstjóri Rjómans var búinn að redda málunum

Þá stökk ég aftur inn og sá Snorra Helgason. Tónlistin var fín, bara svaka mild og vinaleg; smá kántrý, smá popp. Það skemmtilegasta var þó að fylgjast með úrillum útkastara sem hafði það starf að reka fólk úr stiganum (toppurinn var þegar hann hreytti einhverjum óyrðum í Árna+1 úr FM Belfast). Næstur á svið var Prins Póló. Svavar forsprakki sveitarinnar (og eini fasti meðlimur) var klæddur stórmerkilegum Svala-bol (sjá mynd), og með stjörnumprýtt band með sér. Það tók hann þó smástund að koma sér almennilega í gang, en þegar leið á tónleikana urðu lögin hressari og bandið komst í góðan fíling, Loji Höskuldsson úr Sudden Weather Change tók m.a. ógleymanlegt sóló í “Nammilaginu”.

Næst stökk ég yfir á Amsterdam þar sem hinir fáránlega efnilegu Fönksveinar voru að dúndra í sálarfullt og jazzað fönk. Frábært samspil blásaranna og góð bakvarðasveit kom mér í nett stuð og öll miðavandræði voru gleymd og grafin. Þrátt fyrir að það hafi verið súrt að þurfa að fórna Miri, sem voru að spila á sama tíma, huggaði ég mig við það að geta séð þá seinna á hátíðinni.

Prins Póló – Niðrá Strönd

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply