Airwaves dagbók Guðmundar: Fimmtudagur í Iðnó


Photo credit : Steffen Schmid

Eftir að hafa gripið nokkur lög með goðunum+ í S.H. Draumi þá slysaðist ég einhvernveginn inn á Iðnó. Á sviðinu stóð Lay Low ásamt bandi og magnaði fram notalega köntrítóna. Það er svolítið skondið að sjá Lovísu og Magnús, liðsmenn Benny Crespos Gang, þarna uppi á sviðinu svona sæt og fín. Ekki að það fari þeim eitthvað illa – þau voru bara í svo miklum rokkham kvöldið áður með genginu hans Benny. Tónleikarnir voru í heild hin fínasta skemmtun og Lay Low náði svo sannarlega að sjarmera áhorfendaskarann. Það verður þó að segjast eins og er að Pétur Hallgrímsson, gítarleikari, var hálfgerður senuþjófur þarna á sviðinu. Hann brá sér í allra kvikinda líki: lék á banjo, gítar og slæd-gítar eftir öllum kúnstarinnar reglum.


Photo credit : Steffen Schmid

Það var svo Sindri í Seabear sem söng mig í svefn annað kvöldið í röð. Fyrir utan Iðnó hafði myndast heljarinnar röð og komust því færri að en vildu. Þeir sem höfðu komist inn virtust afskaplega sáttir og það sama má segja um mig. Seabear flutti efni af báðum breiðskífum sínum, þar á meðal slagarann “I Sing, I Swim” sem ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei heyrt áður læv. Stemningin var góð og hljómsveitin var afskaplega vel spilandi – er hægt að biðja um mikið meira?

Seabear – Arms (Live)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.