Airwaves dagbók Guðmundar: Fimmtudagur í Tjarnarbíó

Þegar ég steig inn úr rigningunni í Tjarnarbíó voru Múgsefjun að telja inn í fyrsta lag kvöldsins. Ég get svo svarið það að ég hef ekki séð bandið leika á sviði síðan á Airwaves 2008, þannig að var alveg kominn tími á endurfundi hjá okkur. Hljómsveitin spilaði lög af frumburði sínum í bland við efni af væntanlegri skífu og leystu þetta bara af stökustu prýði. Það sama verður þó ekki sagt um hljóðmanninn: það heyrðist ekkert í nikkunni, annar gítarinn var alltof hár sem og bassinn. Ég lét það þó ekki á mig fá og reyndi bara að njóta. Þetta nýja efni Múgsefjunar er vel áheyrilegt, svolítið rokkaðra en eldri lögin og er það bara gott og blessað.

Rökkurró voru næst á svið. Sem betur fer sándið komið í lag og því alveg dásamlegt að sitja og hlusta á angurværa tóna bandsins. Flutningurinn var alveg flekklaus og bandið virtist njóta sín í botn. Hildur Kristín, söngkona og sellóleikari hljómsveitarinnar, spjallaði aðeins á milli laga og söng þess á milli alveg eins og engill. Hvernig stendur á því að það er svo erfitt að fá tónlistarfólk að tala við áhorfendurnar? Oh jæja. Tónleikar Rökkurróar voru afskaplega notalegir og flottir – synd að það skyldu ekki fleiri sjá sér fært að mæta.

Rökkurró – Sjónarspil

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.