White Denim: Viðtal

Liðsmenn Texas sveitarinnar White Denim, þeir James Petrelli, Steve Terebecki og Josh Block hafa spilað saman síðan árið 2006 og gefið út fjórar plötur, þar af tvær sjálfútgefnar og tvær undir formerkjum Full Time Hobby hljómplötuútgáfunnar (Timber Timbre, School of Seven Bells, Tunng o.fl.) Nýlega bættist svo við nýr meðlimur við hljómsveitina, gítarleikarinn Austin Jenkins og bandið því nú þéttara en nokkru sinni fyrr eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar Last Days of Summer.

Tónlist White Denim einkennist af mikill hljóðfæragleði og sveiflukenndum lagasmíðum með óhefðbundna nálgun á póst-bílskúrs rokkið/pönkið, nema í stað bílskúrs þá halda þeir félagar aðallega til í húsvagni trommarans og blúsa þar saman. Þessi fjögur ár sem hljómsveitin hefur starfað saman hafa lagasmíðarnar þróast og þroskast en þrátt fyrir að hafa fullorðnast þá hefur rokkið haldist hrátt og málmkennt og sem betur fer hafa meðlimir White Denim ekki gleymt húmornum, sem skín ávallt í gegn og sést það kannski best í tónlistarmyndböndum þeirra.

White Denim – Shake Shake Shake

Nýja platan frá þessu stórskemmtilega bandi samanstendur af lögum sem hljómsveitin samdi og tók upp síðastliðið sumar, en platan inniheldur efni sem hefur verið í vinnslu seinustu árin milli stærri verkefna. Platan er stútfull af skemmtilegum lögum og ekki frá því að rómatíkin svífi þar yfir vötnum í blúskenndum sumarfíling. Platan kallast sem áður segir Last Days of Summer og kom út 23. september síðastliðinn. Hægt er að hala henni niður í heild sinni frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar (hér).

Liðsmenn White Denim eru óhræddir við að spila undir áhrifum uppruna síns og það er ekki frá því að maður sólbrenni á eyrunum við hlustun á afslappað sandrokk þeirra. Ekki verra þegar kólna fer hér á norðurslóðum.

Champ

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shy Billy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Josh Block trommari sveitarinnar gerðist svo almennilegur að svara nokkrum spurningum greinarhöfundar:

Frá vinstri: James Petrelli,Steve Terebecki og Josh Block

EFK: Nýja platan ykkar er ansi blíð við hlustun. Eruð þið félagar í rómantískum fíling um þessar mundir?

JB: Alltaf, og takk fyrir það.

EFK: Hversu mikið hefur umhverfi ykkar og uppruni áhrif á tónlist ykkar?

JB: Ég er farinn að halda að það sé farið að hafa meiri áhrif en það gerði í fyrstu. Ég held ekki að við séum að festa okkur í einhvern Texas (eða Austin) hljóm, en ég finn vissulega fyrir tengingu við umhverfi mitt. Það þarf að líða lengri tími þangað til að ég get svarað þessari spurningu almennilege, það verður auðveldara eftir tíu plötur eða svo.

EFK: Semjið þið lögin hver í sínu horni eða er þetta samvinna hjá ykkur?

JB: Það fer allt eftir því hvernig lögin koma til. Ég hef komið með nokkur lög til strákanna þar sem textinn er kannski ókláraður og þegar kom að því að þróa melódíuna þá settumst við niður og kláruðum lagið saman. James (Petralli) kemur oft með tilbúið demó sem vantar aðeins okkar framlag, þ.e. trommur og bassa. Allt getur þetta haft áhrif á uppbyggingu lagsins og sjálfa laglínuna. Það er því mjög breytilegt hvernig við högum lagasmíðunum.Við reynum að vinna úr öllum hugmyndum sem við fáum þannig að sjóndeildarhringur okkar sé sem víðastur. Og núna eftir að við bættum við öðrum hljómsveitarmeðlimi á ég von á enn meiri víðsýni hjá okkur.

EFK: Hvernig kom það til að þið ákváðuð að bæta nýjum manni við eftir öll þessi ár?

JB: Fyrst og fremst þá er (Austin Jenkins) fyrsta flokks gítarleikari og í öll þau skipti sem við höfum fengið tækifæri til að spila með honum áður þá hefur það verið frábært. Þetta var því auðveld ákvörðun og í rauninn bara spurning um tíma. Við erum líka með mikið af nýju efni sem hentar vel fyrir kvartett, og því var rökrétt að fá Austin inn sem fjórða mann. Svo er hann er líka bara ofursvalur gaur, sem er augljóslega plús.

EFK: Hvaða eiginleika þarf góður trommari að hafa og er eitthvað sem trommarar þurfa að forðast eins og heitan eldinn?

JB: Ég held að góður trommari þurfi að búa yfir sömu eiginleikum og aðrir tónlistarmenn, þ.e. einbeitingu og góðu vinnusiðferði. Svo er ágætt að hafa gott minni. Ef maður einbeitir sér og leggur hart að sér, þá kemur allt hitt með tímanum. Ég vona að þetta hafi ekki hljómað of væmið. Annars er mjög mikilvægt að missa aldrei tilfinninguna fyrir því sem maður er að gera hverju sinni og forðast löngunina að nota hvern einasta flotta taktbút sem maður finnur upp á og bæta honum inn hvenær sem færi gefst,  þótt manni finnist hann svalari en allt annað. Ég er sífellt að reyna að þroska eyrun svo að ég falli ekki í þá gryfju.

EFK: White Denim spilaði á Iceland Airwaves árið 2008? Veitti rokkeyjan Ísland ykkur innblástur?

JB: Við stoppuðum svo stutt og ég er ennþá að melta ferðina. Það gæti þó orðið. Ég útiloka ekkert.

EFK: Af því sem þú sást, hvað fannst þér um íslensku tónlistarsenuna?

JB: Við lékum með íslensku bandi sem var vægast sagt stórkostlegt (Retro Stefson). Tónleikar þeirra minntu mig  á táningsútgáfu af hljómsveit Jorge Ben. Þeir voru frábærir! Ef hátíðin gefur einhverja mynd af því hvernig tónlist er “neytt” á Íslandi, þá var ég mjög hrifinn. Ísland virðist vera með það á hreinu hvernig eigi að hvetja til listrænnar tjáningar.

EFK: Ef þú gætir spáð fyrir White Denim fyrir árið 2011, hvað myndi sú spá segja?

JB: “Tvær plötur í viðbót, frábær tónleikaferðalög á fallega staði og fullt af reynslu sem sameinar okkur sem tólistarmenn og sem vini.”

Takk fyrir það Josh Block.

Málmurinn sem White Denim er gerður úr er orðinn glóandi heitur eftir öll þessi ár og nú fer eitthvað stórt að gerast fyrir þessa pilta. Greinarhöfundur finnur það á sér.

Sitting (af plötunni Workout Holiday)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.