Anaїs Mitchell – Hadestown

Einkunn: 4,5
Útgáfuár: 2010
Útgáfa: Righteous Babe

Fyrr á árinu kom út platan Hadestown með Anaїs Mitchell og er þetta hennar fjórða stóra plata. Hér er þó engin venjuleg plata á ferðinni. Fyrir það fyrsta er hún kynnt sem folk opera og er afrakstur margra ára vinnu Mitchell og félaga hennar, jafnt á sviði sem og í hljóðveri. Efni plötunnar byggir á grísku goðsögunni um Orfeus og Evridísi en á sér stað í Ameríku á tímum mikillar kreppu. Mitchell sjálf tekur sér hlutverk Evridísar en með hlutverk Orfeusar fer Justin Vernon, betur þekktur sem Bon Iver. Önnur helstu hlutverk eru í höndum Greg Brown sem Hades, sem í upprunalegu útgáfunni er guð undirheima og dauða, Ani DiFranco sem Persefóna, kona Hadesar og Ben Knox Miller úr the Low Anthem sem sendiboðinn Hermes.

Í sem stystu máli gerist sagan í heimi fátæktar og Evridís efast um hvort Orfeus geti fætt hana og klætt. Orfeus er draumóramaður og hefur engar slíkar áhyggjur enda muni fagur söngur hans framfleyta þeim. Evridís er forvitin um hinn dimma Hadestown hvar nóg er af auðæfum og Hades ræður ríkjum. Hades tælir Evridísi en Orfeus er ákveðinn í að endurheimta ástina sína. Hann syngur harmkvæði sín um Evridísi og nær til Persefónu sem biðlar til Hadesar um að leyfa Orfeusi að fara burt með Evridísi. Hades samþykkir með semingi en leggur gildru fyrir Orfeus; hann þurfi að ganga á undan Evridísi og megi ekki líta tilbaka fyrr en þau bæði séu komin útúr Hadestown, annars verður hún honum töpuð að eilífu…

Platan er bræðingur svo ólíkra tilfinninga, tónlistarstefna, persóna, söngstíla og radda að það er mesta furða að þetta gangi upp en staðreyndin er sú að þetta meira en gengur upp. Þrátt fyrir að lögin standi flest vel ein og sér þá er summa heildarinnar klárlega meiri en summa hlutanna og þessi marglaga plata verðlaunar ríkulega sé henni gefinn gaumur. Þó að textarnir séu hluti af stærri sögu er snert á ýmsum þemum. Þar má nefna þverrandi siðgæði á harðindatímum og hvernig samfélög sem girða sig frá nágrönnum sínum. Það er vert að gefa sér tíma í að lesa textana því þeir eru einstaklega ljóðrænir og hjálpa auðvitað til við að njóta sögunnar til fullnustu.

Lögin á plötunni eiga kannski ekki eftir að toppa neina vinsældarlista en platan sjálf á heima meðal þeirra efstu á árslistum 2010. Ekki bíða eftir árslistunum – hlustaðu á plötuna strax.

Anais Mitchell – Flowers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Anais Mitchell – Wait

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.