• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Kalli hitar upp fyrir The Swell Season á Nasa.

  • Birt: 21/10/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Tónlistarmaðurinn Kalli ( Karl Henry úr Tenderfoot ) fær það verðuga verkefni að hita upp fyrir Óskarsverðlaunahafana í The Swell Season á Nasa fimmtudagskvöldið 28. október n.k.

Kalli hefur nýlokið upptökum á sinni annari sólóplötu Last Train Home og fóru upptökur fram í Nashville þar sem Kalli naut liðsinnis reyndra tónlistarmanna úr þessari höfuðborg sveitatónlistarinnar. Platan kemur út á vegum Smekkleysu mánudaginn 25. október n.k. og eflaust kannast margir við fyrsta útvarpslagið af plötunni “Nothing At All” sem hefur verið í töluverðri spilun á öldum ljósvakans undanfarið ásamt titillagi plötunnar “Last Train Home”.

The Swell Season er skipuð írska tónlistarmanninum Glen Hansard og tékknesku tónlistarkonunni Marketu Irglovu. Glen er meðal annars þekktur sem forsprakki írsku sveitarinnar The Frames og fyrir að hafa leikið í myndinni ‘The Commitments’ á unga aldri. Glen hefur einu sinni komið til Íslands áður er hann kom fram á ‘Iceland Inspires’ tónleikunum í Hljómskálagarði í sumar.

Meðfylgjandi eru tvö lög af væntanlegri plötu Kalla auk opnunarlags plötu Swell Season, Strickt Joy.

Kalli – Shine on me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kalli – This is goodbye

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swell Season – Low Rising

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply