gogoyoko borgar tónlistarmönnum hæstu upphæð sem greidd hefur verið af streymisþjónustu

Íslenska fyrirtækið gogoyoko.com, hin ört stækkandi tónlistarveita og samskiptavefur á Netinu, hefur tilkynnt um fyrstu útborgun til rétthafa fyrir streymi tónlistar á síðunni. Útborgun þessi fer fram úr áætlunum fyrirtækisins sem gerðu ráð fyrir 2 cent (USD) fyrir hvert streymi.

Í október greiðir gogoyoko streymisgreiðslu til yfir 800 tónlistarmanna, en þeir fá 2.34 ISK fyrir hvert streymt lag, sem er hæsta upphæð sem greidd hefur verið af streymisþjónustu og ætti að gera þjónustuna enn meira aðlaðandi fyrir óháða listamenn, útgáfur og dreifingaraðila.

Sem hluti af Fair Play in Music hugmyndafræðinni safnar gogoyoko tekjum úr mismunandi áttum til að greiða höfundum og rétthöfum fyrir gjaldfrjálst streymi notenda á síðunni. Þessar tekjur eru sóttir til auglýsenda sem kaupa pláss á síðunni, fyrir leyfisveitingar til þriðja aðila vegna notkun tónlistar, auk samstarfs við fyrirtæki sem óska þess að nýta tækninýsköpun frá gogoyoko eins og nýjan Google Android tónlistarspilara fyrir farsíma. Þetta þykir einkar jákvæð útkoma á Fair Play hugmyndafræðinni og vonast gogoyoko til þess að þetta verði kveikjan að því að aðrar streymisþjónustur fylgi í kjölfarið og hefji að greiða listmönnum og rétthöfum sanngjarnari ágóðahlut.

„gogoyoko er tónlistarveita og samskiptavefur, en okkar aðalmarkmið er að vinna að því að listamenn og rétthafar fái greitt á sanngjarnan máta fyrir notkun á verkum þeirra,“ segir Alex MacNeil, framkvæmdastjóri gogoyoko.com. „Hingað til hefur engin raunhæf lausn verið í boði hvað varðar greiðslur til listamanna og rétthafa fyrir streymi á internetinu og þá sérstaklega fyrir óháða listamenn og útgáfur eins og þær sem gogoyoko höfðar helst til.“

„Í hvert sinn sem þú hlustar á lag á gogoyoko fær listamaðurinn rúmlega 2 cent. Við greiðum beint til listamannsins eða rétthafa auk hefðbundinna greiðslna til STEF,“ segir Alex og heldur áfram, „Fólk hefur viðrað efasemdir um hvort að þetta sé á annað borð gerlegt, en við erum sannfærð um að lausnin sé einföld. Þetta er klárlega besta mögulega útkoman og við teljum að okkar listamenn séu sammála.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.