• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Prinspóló Jukkar yfir vefinn

  • Birt: 25/10/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Þann 10. nóvember kemur út hljómplatan Jukk með Prinspóló en þangað til ætla aðstandendur að gefa aðdáendum færi á að hlýða á alla plötuna endurgjaldslaust á glænýjum vef: www.prinspolo.com.

Skapari Prinspóló er Breiðhyltingurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar þessi lærði heimspeki hálfan vetur í lok síðustu aldar, nam síðan grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands og reyndi án árangurs að útskrifast þaðan sem hljómlistamaður. Hann var í sveit sem barn þar sem hann lærði söng með aðstoð vasadiskós og heyhrífu. Hann starfar nú sem hönnuður hjá Kimi Records og rekur menningarmiðstöðina Havarí ásamt ástkonu sinni og vini. Þess á milli dælir hann tilfinningum sínum inn á segulband. Á bak við Jukk er frekar einföld speki. Allt er jukk sem ekki á sér aðrar eðlilegar skýringar. Jukk er lýsing á atburði, ástandi eða verkfæri sem allir þekkja en á sér enga hliðstæðu. Jukk er skortur á ótilkvaddri hugsun. Allt er einhverntímann jukk. Kimi Records gefur út Jukk.

Verði ykkur að góðu: www.prinspolo.com

Prinspóló – Mjaðmir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply