Diskóeyjan

Út er komin hljómskífan Diskóeyjan í flutningi Prófessorsins og Memfismafíunnar. Óhætt er að segja að þessi nýjasta afurð Memfismafíunnar valdi straumhvörfum á íslenska diskó- og fönkbarnaplötumarkaðnum.

Diskóeyjan er hugarfóstur þeirra Braga Valdimars Skúlasonar, Óttars Proppé og Guðm. Kristins Jónssonar (Kidda Hjálms), sem fá til liðs við sig hóp valinkunnara og ástsælla listamanna til að gæða eyjuna lífi. Lög og textar eru eftir Braga Valdimar sem sendi frá sér Barnaplötuna Gillligill ásamt Memfismafíunni fyrir tveimur árum. Óttarr bregður sér hlutverk gamals kunningja af íslensku tónlistarsenunni, Prófessorsins, en hann er mörgum að góðu kunnur úr sveitinni Funkstrasse. Kiddi sá um að taka herlegheitin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði.

Diskóeyjan – Dvergadans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.