• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Meira 80’s

Fun Boy ThreeÉg fann mig knúinn til að grafa upp gamla færslu til að fylgja eftir magnaðri umfjöllun Magnúsar hér á undan um Naked Eyes.

Einn daginn var ég að grúska eitthvað og fann eitt gamalt og gott kennt við hið vafasama 80’s tímabil sem mér finnst vera alger gullmoli. Þetta var einn af þessum gleymdu smellum sem nauðsynlegt er að draga fram í dagsljósið.

Lagið sem um ræðir er “The Lunatics (Have Taken Over the Asylum)” með enska tríóinu Fun Boy Three en sveitin sú var starfrækt frá 1981 til 1983. Var sveitin skipuð þeim Terry Hall, Neville Staple og Lynval Golding en hana stofnuðu þeir eftir að þeir hættu í hinni fornfrægu ska-sveit The Specials.

Það sem vakti einna helst áhuga minn á þessu lagi á sínum tíma var tengingin við ástandið hér á landi og þá sérstaklega hina svökölluðu útrás en á meðan hún stóð sem hæst má segja, eins og vísað er í í titli lagsins, að geðsjúklingarnir hafi tekið stjórnina á geðveikrahælinu.

Fun Boy Three – The Lunatics (Have Taken Over the Asylum)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

3 Athugasemdir

 1. Egill Harðar · 14/01/2010

  Ein áhugaverð pæling tengd þessu. Ef maður pælir í tónlistinni og liðsskipan sveitarinnar mætti segja að þarna sé á ferð Massive Attack síns tíma. Hvað finnst ykkur?

 2. Zúri · 14/01/2010

  one hot wonder? heheh…reyndar skratti gott. en fun boy three áttu fleiri hittara en þennan. vanmetið band.

 3. Egill Harðar · 14/01/2010

  Haha! Lyklaborðs FAIL hjá mér. I er við hliðina á O 🙂

Leave a Reply