Hjaltalín og Wildbirds & Peacedrums í Fríkirkjunni

Hljómsveitin Hjaltalín og sænski dúetinn Wildbirds & Peacedrums leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardagskvöldið 6. nóvember. Báðar sveitir munu koma fram ásamt íslenska kammerkórnum Schola Cantorum sem m.a. hefur sungið með Björk á tónleikum hennar hérlendis sem erlendis og unnið með Sigur rós. Hér er um að ræða einstaka tónleika sem eru hluti af tónleikaröðinni Direkt á norrænu listahátíðinni Ting, sem haldin er samhliða veitingu Norrænu menningarverðlaunanna í bókmenntum, kvikmyndum og tónlist í Reykjavík.

Wildbirds & Peacedrums tóku upp nýjustu breiðskífu sína, Rivers, með Schola Cantorum hér á Íslandi í upphafi ársins. Þau hafa leikið með kórnum á völdum tónleikahátíðum erlendis, m.a. hinni virtu All Tomorrow’s Parties í boði bandarísku hljómsveitarinnar Pavement, en koma nú fram saman á tónleikum á Íslandi í fyrsta sinn. Einstakur söngstíll Mariam Wallentin söngkonu Wildbirds & Peacedrums hefur verið líkt við Nina Simone, og tónlist dúettsins þykir einstakur magnaður bræðingur af poppi, jazz og raftónlist.

Miðasala á tónleikana fer fram á Midi.is og verslun Máls og menningar, Laugavegi 18.

Sérstakt forsöluverð er aðeins 2.900 krónur.

Hjaltalín – Stay By You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wildbirds and Peacedrums – Fight For Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wildbirds And Peacedrums – The Drop

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.