Auglýst er eftir tónverkum fyrir tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik 2011, sem haldin verður í Kaupmannahöfn uppúr miðjum ágúst-mánuði, 2011. Hátíðin er ætluð tónskáldum undir þrítugu og koma þar saman 7 tónskáld frá hverju Norðurlandi fyrir sig, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.
Ferða- og gistikostnaður íslenskra þáttakenda í tengslum við hátíðina er greiddur af Íslandsnefnd UNM.
Skilafrestur er til miðvikudagsins 1. desember 2010 (póststimpill gildir).
Allir hljóðmiðlar eru gjaldgengir, s.s. tónsmíð á pappír, rafverk, innsetningar og svo framvegis.
Nánar má lesa um umsóknarferlið og sögu hátíðarinnar á vefslóðinni: www.myspace.com/ungnordiskmusik