Ferskt í fókus: Bowen Staines

Bowen Staines er nafn sem væntanlega nokkrir kannast við úr tónlistarlífi Íslendinga en Bowen hefur verið einkar duglegur við að styðja við íslenskt tónlistarlíf með líflegri umfjöllun undir merkjum fyrirtækis síns Dont Panic. Bowen, sem hefur verið iðinn við að heimsækja klakann undafarin ár, vinnur nú að tveimur tónlistarmyndböndum en flestir ættu að þekkja til hans vegna heimildarmyndarinnar Where´s The Snow? sem sýnd var um daginn, þar sem Iceland Airwaves hátíðin 2009 er kynnt og könnuð.

Bowen lagði á Suðurnes ásamt hljómsveitinni Rökkurró í vikunni og tók þar upp myndband við lag þeirra Sólin Mun Skína og að hans sögn gengu tökur vel. Myndbandið var tekið í yfirgefinni og hálf hruninni hlöðu í Grindavík og að sögn Bowen gengu tökur vel:

“The video has this really flowing, organic look to it – since the building is pretty much crumbling in on itself, we (not so) wisely decided to put the band on the 2nd Floor of the building, and did all these crane shots through the windows and holes in the floor I can’t wait to see how it comes out.”
Bowen Staines

Bowen rýkur beint frá Suðurnesjum á Sauðárkrók um komandi helgi og þar tekur næsta verkefni við. Myndband við lagið Velkomin eftir Bróðir Svartúlfs. Hljómsveitin, sem á rætur sínar að rekja á Krókinn, mun þá klæða sig í sirkusklæðaburð og söngvari sveitarinnar, Arnar Freyr, fer í hlutverk ringmaster í sirkus Bróðir Svartúlfs um komandi helgi. Bowen lýsir myndbandinu frekar hnitmaðað:

“…we’ll have crazy costumes, Roman-orgy masks, and probably close to 100 extras for the shoot; Helgi (piano) was able to track down an old theater building in town, and we’re turning it into this crazy carnival – since the song has that “f’ed-up, disturbing-circus” feel to it, Arnar will be playing the evil Ringmaster, complete with top hat and curly mustache.”
Bowen Staines

Spennandi verður að sjá hvernig til tekst hjá Bowen og hljómsveitunum en myndböndin eru þá væntanleg á næstu vikum.

Rjóminn þakkar Bowen Staines fyrir innlitið og óskar honum velgengni í áframhaldandi starfi hans í tengslum við íslenskt tónlistarlíf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.