Helgi Valur & The Shemales – Electric Ladyboyland

Miðvikudaginn þriðja nóvember ber það til fregna að tónlistarmaðurinn Helgi Valur sendir frá sér sína þriðja plötu, Electric Ladyboyland. Auk Helga Vals kemur að plötunni fjöldi listamanna undir samnefnaranum The Shemales, en hópinn skipa sumir af frambærilegustu fulltrúum reykvísku tónlistarsenunnar. Má þar helst telja til Kára Hólmar Ragnarsson (básúna), Arnljót Sigurðsson (bassi), Magnús Tryggvason Eliassen (trommur), Jón Elísson (píanó) og Hallgrím Jónas Jensson (selló). Upptökum stjórnaði Magnús Árni Øder (Benny Crespo’s Gang, Lay Low).

Áður hefur Helgi gefið frá sér plöturnar Demise of Faith (2005) og The Black man is God, The White Man is the Devil (2009) en á þessari nýjustu plötu eru það ekki málefni á borð við trú eða húðlit sem verða fyrir barðinu á samfélagsrýni Helga Vals heldur er hér tekist á við á eina af rótgrónustu hugsmíðum samfélagsins, kynið.

Hér er brakandi fersk popptónlist á ferðinni þar sem hárbeittir krókar og skotheld grúv byggja traustann ramma utan um frumlega laga- og textagerð Helga Vals sem dansar fimlega um þá hárfínu línu að taka sig mátulega alvarlega.

Platan verður fáanleg á gogoyoko og tonlist.is og í öllum betri plötuverslunum landsins en Record Records sér um dreifingu.

Helgi Valur & The Shemales – Run 4 Cover

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.