• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Gleymdur gullmoli: Sibylle Baier

Einn af hinum fjölmörgu gleymdu gullmolum tónlistarsögunnar er tónlist þýsku söngkonunnar og lagahöfundarins Sibylle Baier.

Sibylle var leikkona, dansari og fyrirsæta á áttunda áratugnum (70’s ) í Þýskalandi og kom m.a. fram í kvikmynd Wim Wenders Alice in the Cities.

Á árunum 1970-73 tók hún upp nokkur lög, ein heima í stofunni hjá sér. Lögin voru róleg og myrk kassagítarþjóðlög í anda Vashti Bunyan, Nico og (í karladeildinni) Leonard Cohen og Nick Drake. Enskir textarnir voru einfaldir og oft á tíðum þunglyndislegir, en fallegir. Suðið í ófullkomnum upptökunum, þýskur hreimurinn og einfaldleikinn gera sjarmann bara meiri.

Upptökurnar voru ekki gefnar út í sínum tíma, og Sibylle flutti til Bandaríkjanna þar sem hún einbeitti sér að uppeldi og fjölskyldulífi, þar til að hún lést.

Fyrir nokkrum árum fór sonur hennar að dreifa upptökunum til vina og vandamanna, og tókst á endanum að koma einu eintaki til J.Mascis úr Dinosaur Jr. Hann lagði inn gott orð hjá útgáfufyrirtækinu Orange Twin sem ákvað að gefa tónlistina út. Platan Colour Green var gefin út árið 2006 og vakti örlitla athygli í bloggheimum, þó sérstaklega eftir að Kevin Barnes úr Of Montreal endurgerði hið magnaða lag “Tonight”.

Sibylle Baier – Tonight

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kevin Barnes – Tonight (Sibylle Baier cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sibylle Baier – Give Me a Smile

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply