• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Úr pósthólfinu

Pósthólf Rjómans voru orðin svo útbelgd og búlduleit með eindæmum að ég neyddist til að létta verulega á þeim svo ekki yrði úr skelfingar katastrófía. Hljómsveitir erlendar og umboðsaðilar þeirra eru afar duglegar að senda okkur efni og kunnum við þeim að sjálfsögðu bestu þakkir (svona ef einhver þeirra skyldi nú vera að hamast á þessum línum með Google þýðingarmaskínuna að vopni).

Hér að neðan er rjóminn af því besta sem fyrir fannst í pósthólfum Rjómans. Versogóður!

Yusuf Azak – Eastern Sun
Af væntanlegri plötu Yusuf, Turn on the Long Wire, sem kemur út þann 15. þessa mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Waxx Maxx – Eaten Alive
Glænýtt lag frá þessu netta rafpoppstríói sem rennur nokkuð ljúflega í gegnum kvarnirnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dudes – Happy Halloween
Tilraunaverkefni TV Girl og Nature’s Kid. Lagið var gefið út í tilefni hrekkjavökunnar vestanhafs.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Burzinski – Ghostly Femele Faces
Ánægjulega þunglamalegt goth-pop með vægri sækadelískri blóðeitrun. Tekið af samnefndri væntanlegri EP plötu.

Vital – Saying
Einstaklega áferðafallegt og fínpússað popp og myndband sem er veisla fyrir augað? Getur ekki klikkað!

Benjamin Francis Leftwich – Atlas Hands
Tekið af frumburði Benjamin, EP plötunni A Million Miles Out, sem kom út í síðustu viku. Myndbandið við lagið fylgir með og er listasmíð.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

1 Athugasemd

Leave a Reply