• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Agent Fresco sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu

  • Birt: 11/11/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómsveitin Agent Fresco sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu þann 22. nóvember nk. sem ber heitið A Long Time Listening. Hefur platan verið í vinnslu í rúm 2 ár en meðlimir hljómsveitarinnar þeir Arnór Dan Arnarson (söngur), Hrafnkell Guðjónsson (trommur), Þórarinn Guðnason (gítar, píanó) og Vignir Rafn Hilmarsson (bassi) sem gekk til liðs við sveitina í júlí 2010, hafa undanfarna 3 mánuði lokað sig af inni í stúdíói við upptökur. A Long Time Listening inniheldur 17 lög sem mynda eina heild, þar af eru 12 splunkuný en fimm laganna, hér í nýrri upptöku, er einnig að finna á smáskífuplötunni Lightbulb Universe sem út kom árið 2008.

Á lokastigi upptökuferilsins fengu strákarnir góða vini til að syngja kór í titillagi plötunnar, þar ber m.a. að nefna hljómsveitarmeðlimi hljómsveitanna Mammút, Dikta, Rökkuró og For A Minor Reflection.

Agent Fresco bjóða í hlutstunarpartý á breiðskífunni A Long Time Listening á Kaffibarnum 17. nóvember nk., kl 21:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og platan spiluð í heild sinni. Úgáfutónleikar verða haldnir á nýju ári.

Agent Fresco – Translations

Leave a Reply