Dagskrá helgarinnar á Faktorý

Föstudagskvöldið 12. nóvember
Gun Outfit (USA)

Fram koma:  Gun Outfit, My Summer as a Salvation Soldier, Saktmóðigur og Me, the Slumbering Napoleon. Hefst veislan kl. 23:00 og kostar litlar 1000 Krónur inn.

Jaðarrokk hljómsveitin Gun Outfit kemur frá bænum Olympia í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Hljómseitin er ein sú umtalaðasta í sínum geira þar vestra þessa dagana og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bræðing sinn af tilraunakenndu indí rokki og pönki sem hefur oft verið líkt við einhverskonar hrærigraut af Dinosaur Jr, Sonic Youth og Meat Puppets. Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur í fullri lengd og hafa þær báðar komið út á útgáfu þeirra No Age manna PPM (sem hefur gefið út meðal annars Liars, Wavves, Best Coast og Abe Vigoda).

Hljómsveitin kemur við á Íslandi á leiðinni heim af tónleika ferð um evrópu og mun spila á þrennum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu.

Gun Outfit – Guilt and Regret

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gun Outfit – Washed Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laugardagskvöldið 13. nóvember
Bjartmar og Bergrisarnir

Á Faktorý á laugardaginn verð haldnir tónleikar með hinum mikla meistara Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveit hans, Bergrisunum. Fjörið hefst á slaginu kl. 23:00. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Bjartmar og Bergrisarnir sendu nýverið frá sér plötuna Skrýtin veröld sem er troðfull af smellum en lögin “Negril”, “Feik meik” og “Í gallann Allan” hafa gert það gott á öldum ljósvakans.

Bjartmar og Bergrisarnir – Feik Meik

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.