Dagskrá helgarinnar á Sódóma

Fimmtudagur 11. nóv:
Deep Purple Tribute og Eyþór Ingi á Sódómu

Eyþór Ingi og félagar hafa ákveðið að henda upp öðrum tónleikum á Sódómu vegna fjölda áskorana. Síðast var mega rokk og ról stemning og ætlunin er að toppa fyrra skiptið, sem var fyrir rúmum mánuði. Tónleikarnir hefjast kl 22:00. Miðasala við dyrnar aðeins 1200 kr.

Deep Purple – Child in Time

Föstudagur, 12. nóv:
Pearl Jam Heiðurstónleikar

Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Pearl Jam. Leikin verða lög af nánast öllum plötum sveitarinnar ásamt lögum sem hafa ratað í kvikmyndir. Hljómsveitin Vintage Caravan hitar upp. Húsið opnar kl. 22:00 og hefst fjörið kl. 23:00. Engin forsala. Miðaverð: 1500 kr.

Pearl Jam – Jeremy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laugardagur 13. nóv:
Sólstafir, XIII, Stafrænn Hákon & Skálmöld

Sólstafir & XIII munu leika fyrir alla aldurshópa kl 16:00 að degi til á Sódómu Reykjavík laugardaginn 13. nóvember.
Aðgangseyrir verður litlar 500 kr.

Síðar um kvöldið munu bæði böndin endurtaka leikinn ásamt Stafrænn Hákon sem fer á svið á slaginu 00:00 og svo ætla Skálmöld að loka kvöldinu með alvöru íslensku víkinga metali! 1000 kr inn.

Sólstafir – Köld

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stafrænn Hákon – Temporality

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.