• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Twee Tími – Onward Chariots

Bandaríska sveitin Onward Chariots var að gefa út glænýja sjóðheita smáskífu hjá spænsku útgáfunni Elefant sem er öllu áhugafólki um indiepopp og twee að góðu kunn. Hljómsveitin varð til árið 2008 uppúr annari sveit sem hét Infinite Orchestra. Að eigin sögn þá spilaði sú sveit “really complicated music”, en lagasmiðurinn Ben varð þreyttur á flækjustiginu og velti fyrir sér hvað myndi gerast ef hann færi að semja ofureinfalda melódíska popptónlist. Þeir tóku upp tónlistina heima hjá sér og unnu hörðum höndum að því að koma sér á framfæri á netinu í stað þess að spila á tónleikum. Útgáfan Tweefort gaf út smáskífu á netinu, þeir fengu að hafa lög á allskonar litlum safnplötum og var svo boðið að spila á tónlistarhátíðinni Indietracks í Bretlandi í sumar og eftir það fór allt af stað. Elefant útgáfan er sérdeilis virt í þessum bransa og þykir líklegt að leiðin liggi bara upp á við eftir það.

Save me Maryann” heitir nýja smáskífulagið og þeir félagar hafa gert ágætis stop-motion myndband við lagið þar sem ætla má að þeir félagar séu útlærðir í listinni að fljúga. Rjóminn hafði samband við sveitina og spurði hvernig þeim hefði tekist að láta fólkið fljúga í myndbandinu:

“… Shawn, our guitarist, has been able to fly since birth, so of course we had to use that in the video.  Katie, though, as you guessed, had to jump up and down for a few hours…

Lagið er ástaróður forsprakkans Ben til norskrar stúlku:

“I started writing “Save Me Maryann” after meeting a wonderful Norwegian girl named Marianne while staying in Bayreuth, Germany.  I was traveling around Europe on my own, and after I had to leave Bayreuth and continue the journey I really missed her, and I kept calling her from various places in Germany… the whole thing was quite exciting and I began to write this impossibly complicated song.  It uses all sorts of musical and lyrical tricks to try to be as exciting as possible all the time; something is always happening!  It took months to get it all to work out.  Unfortunately I couldn’t really sing and play the song without making a mess out of it, and it took the talents of Dan, Shawn, and Rus to make the song make such sense in Onward Chariots!

I felt lonely and intense during much of this otherwise magical trip, and, without much money to buy proper food, I ended up losing a lot of weight and rushing around rather frantically.  Thus the song is a combination of thrills and desperation: when I said “Save Me Maryann”, I really meant it.”

Kíkjum á þetta. Og vonum að Ben hitti stúlkuna einhverntíman aftur.

Myspace | Facebook

Leave a Reply