Backyard gerir góða ferð til Kaupmannahafnar

Heimildarmyndin Backyard var sýnd á alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn síðastliðna viku. Myndin keppti í flokknum “Sight & Sound” og hlaut sérstök aukaverðlaun hátíðarinnar, en þau eru veitt í samvinnu við TV5 Monde í Frakklandi. Backyard fékk þau verðlaun vegna frumlegrar framsetningu eða “authentic expression” eins og dómnefndin komst að orði. Myndin vakti mikla athygli gesta hátíðarinnar og varð stemningin í hámarki á sunnudagskvöldinu, þegar Backyard hópurinn bauð í sérstaka veislu. Aðalverðlaunin fóru til bresku myndarinnar Seperado eftir Dylan Coch og Íslandsvinarins Gruff Rhys (úr Super Furry Animals). Í tilefni af þátttöku myndarinnar í hátíðinni kom hljómsveitin Hjaltalín fram á lokakvöldi hennar og spilaði fyrir fullum sal undir videoverkum Sögu Sigurðardóttur og Hildar Yeoman.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.