Útgáfutónleikar Útidúr 17. nóv

Miðvikudaginn 17. nóvember mun hin fjölmenna og afar geðþekka hljómsveit Útidúr halda útgáfutónleika í Iðnó í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar, This Mess We’ve Made. Platan verður flutt í heild sinni og fær Útidúr liðstyrk frá vel völdum hljóðfæraleikurum til að koma til að gera hljómmikilli skífunni almennileg skil.

This Mess We’ve Made var tekin upp í Sundlauginni í sumar undir handleiðslu Birgis Jóns Birgissonar Sundlaugarvörðs sem snéri tökkum og renndi sleðum. Platan hefur selst vel og fengið afbragðsmóttökur jafnt hjá gagnrýnendum og hinum smekkvísa íslenska almúga. Skemmst er þesss að minnast að platan fór beint á toppinn á metsölulista Bókabúðar Máls og menningar hina viðburðaríku Iceland Airwaves viku og Eimear Fitzgerald, gagnrýnandi The Reykjavík Grapewine, varaði erlenda gesti og fólk almennt eindregið við því að yfirgefa land og þjóð án þess að hafa þessa fyrstu breiðskífu Útidúr meðferðis.

Helgi Valur & The Shemales munu hita upp á en þeir gáfu nýlega út plötuna Electric Ladyboyland.

Miðasala er hafin í plötubúðinni HAVARÍ við Austurstræti og kostar miðinn 1000 kr í forsölu. Miðinn kostar síðan 1500 kr við hurðina en 1000 kr fyrir námsmenn.

Platan verður svo að sjálfsögðu til sölu á spottprís.

Húsið opnar kl 20:00 og tónleikarnir hefjast á slaginu 20:30.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.