• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

A Long Time Listening á Gogoyoko

Agent Fresco hafa nú ákveðið í samstarfi við gogoyoko að leyfa aðdáendum að hlýða á og versla sér plötuna A Long Time Listening.
Plata sveitarinnar er væntanleg í plötuverslanir þann 22.nóvember nk. og er tilhlökkun tónlistarunnenda mikil, enda um fyrstu breiðskífu þessarar mögnuðu sveitar að ræða.

A Long Time Listening er svo sannarlega stór og safaríkur biti en platan inniheldur alls 17 frumsamin lög og er um ágætis blöndu af nýju og eldra efni að ræða. Þó hafa gömlu lögin á borð við Eyes of A Cloud Catcher, Above These City Lights og Silhouette Palette verið sett í ný klæði og hljóma hreint út sagt betur en nokkru sinni fyrr.
Laginu Translations var svo nýlega sleppt lausu í útvarpsspilun og situr í dag í 3.sæti vinsældarlista X-ins 97,7.

Rjóminn hvetur alla tónlistarunnendur að kynna sér fyrstu breiðskífu Agent Fresco, A Long Time Listening, á gogoyoko.com núna!

Leave a Reply