• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Kaffibarinn úti að aka með bílpróf

Þann 4.desember nk. verður einn þekktasti og vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkurborgar, Kaffibarinn, 17 ára gamall og hafa eigendur staðarins ákveðið að halda afmælið hátíðlegt og byrja snemma.

Undanfarna viku eða svo hefur gestum skemmtistaðarins boðist ódýrt á barnum og hefur barinn séð fyrir uppákomum nær öll kvöld. Í gærkvöldi voru það strákarnir í Agent Fresco sem leyfðu gestum að hlýða á plötu sína A Long Time Listening, sem kemur út síðar í mánuðinum og í kvöld eru það hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Lockerbie sem ætla að sjá gestum Kaffibarsins fyrir gleði og forsprakki Ælu, Halli Valli, ætlar að þeyta skífum.

Gleðin heldur áfram fram að sjálfu afmæli Kaffibarsins, 4.desember en meðal viðburða má nefna tónleika Sykur nk. laugardag (20.nóv), Extreme Chill (24.nóv), Gus Gus videokvöld (25.nóv), tónleika Captain Fufanu (26.nóv), tónleika með Reykjavík! (27.nóv), tónleika Agent Fresco og Æla (3.des) og ýmislegt annað!

Hér er sannarlega frábær afmælisveisla í gangi og er um að gera fyrir velunnara staðarins að heimsækja Kaffibarinn og einnig verður þetta að teljast stórkostlegt tækifæri fyrir fyrstu heimsóknir nýrra gesta.

Hægt er að skoða dagskránna í heild sinni á Facebook.

Lockerbie – Snjóljón

For a Minor Reflection – Kastljós

Leave a Reply