Fuglabúrið : Lára Rúnars og Rúnar Þórisson

Aðrir tónleikarnir í “Fuglabúrinu”, tónleikaröðinni á Café Rósenberg, fara fram n.k. þriðjudagskvöld 30.nóvember og að þessu sinni koma fram feðginin Rúnar Þórisson og Lára Rúnarsdóttir.

Rúnar er mörgum Íslendingum að góðu kunnur frá því hann sló gítarstrengina með hljómsveitinni Grafík í fjölda ára en sú hljómsveit naut fádæma vinsælda meðal landsmanna. Fyrir skemmstu sendi hann frá sér sólóplötuna Fall sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Lára, dóttir hans, hefur sent frá sér 3 breiðskífur og er í örri framför sem listamaður. Melódískt popp hennar hefur farið vel í Íslendinga auk þess sem hún hefur verið nokk iðin við að breiða út fagnaðarerindi sitt á erlendri grund.

Tónleikarnir eru hugarfóstur FTT, Félags tónskálda og textahöfunda, auk þess sem Rás 2 og Reykjavík Grapevine koma að kynningu Fuglabúrsins.

Í Fuglabúrinu mætast einatt fulltrúar ólíkra kynslóða og í síðasta mánuði deildu þeir sviðinu á Rósenberg þeir Bjartmar Guðlaugsson og Erpur Eyvindarson; báðir ljónharðir.

Skemmtunin hefst kl.20.30 og miðaverð er 1.500 kr.-

Rúnar Þórisson – When I Was

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lára Rúnars – In Between

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.