• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Göngutúr með Iron & Wine

Fólkrokkarinn fúlskeggjaði Samuel Beam, betur þekktur sem Iron & Wine, hefur loksins sent frá sér hljóðdæmi af sinni langþráðu fjórðu breiðskífu. Lagið nefnist “Walking Far From Home” og mun vera opnunarlag plötunnar. Platan sjálf er nefnd Kiss Each Other Clean og er væntanleg í lok janúar á næsta ári á vegum Warner útgáfunnar (en fyrstu þrjár breiðskífur Iron & Wine komu út hjá hinu goðsagnakennda Sub Pop). Beam lýsir plötunni sem poppaðri og útvarpsvænni og verður virkilega spennandi að heyra hvernig kappanum lukkast með þá formúlu sína.

Iron & Wine – Walking Far From Home.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Nýtt efni frá Bright Eyes | Rjóminn · 07/01/2011

    […] sem undanfarið hafa notast æ meira við elektrónísk hljóðfæri en áður, s.s. Iron & Wine á væntanlegri plötu sinni og Sufjan Stevens á Age of Adz. Ætli að þetta sé einhver ný […]

Leave a Reply