Rjómajól – 1. desember

Já! Rjómajólin, eins og Jóladagatal Rjómans er kallað, er nú haldin heilög annað árið í röð. Hugmyndin með Rjómajólunum er að rifja upp kynni við skemmtileg, sjaldheyrð og/eða áhugaverð jólalög. Nú eða bara sína fram á að jólalög þurfa ekkert endilega að vera gjörsamlega óþolandi. En fyrst og fremst erum við auðvitað að reyna að lokka fram jólaskapið í fólki og hressa það á þessum dimmustu tímum ársins. Daglega munum við opna einn glugga þar sem finna má jólalegt góðgæti úr ýmsum áttum. Ég vil benda lesendum á að með því að velja flokkinn Jól er hægt að fá allar færslurnar á eina síðu, ásamt því að hægt er grúska í Rjómajólum ársins 2009. Vonandi njótið þið vel og eigið notalega aðventu!

Þegar við opnum gluggann í dag má sjá mynd af einum af (sér)vitringunum þremur. Það er meistarinn Tom Waits vafinn í jólaseríu með sitt stórkostlega lag “Christmas Card From A Hooker In Minneapolis”. Lagið kom fyrst út á plötunni Blue Valentine frá árinu 1978. Jólakort portkonunnar er nú kannski ekkert sérstaklega jólalegt en við látum það liggja á milli hluta í þetta skiptið.

Tom Waits – Christmas Card From A Hooker In Minneapolis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Rjómajól – 1. desember”

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn, Hlynur Sigurþórsson. Hlynur Sigurþórsson said: Rjómajól http://is.gd/i5YBj […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.