• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Morðingjar fara í sparifötin

 • Birt: 06/12/2010
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 2

Popppönk hljómsveitin Morðingjarnir hefur sent frá sér jólasmáskífuna Jólafeitabolla. Fæst hún í rafrænu formi á öllum helstu tónlistarveitum landsins, svo sem gogoyoko, tónlist.is og vefverslun Havarí. Smáskífan inniheldur tvö jólalög, annað er nýtt lag úr smiðju Morðingjanna sjálfa og nefnist það “Jólafeitabolla” og hitt er ábreiða á hinu þekkta lagi “Þú komst með jólin til mín”. Morðingjarnir fengu góða gesti til aðstoðar við upptökur á lögunum tveim. Jens Hansson úr Sálinni hans Jóns míns þenur saxófóninn í “Jólafeitabollu” og svo syngur Þórunn Antonía með Hauki í “Þú komst með jólin til mín”.

Jólafeitabolla hefur fengið að hljóma talsvert í eyrum landsmanna síðustu daga þar sem lagið er notað af Skjánum til að kynna jóladagskrá sína.

Lögin munu einnig koma út sem jólakort á næstu dögum og munu þau fást í öllum helstu verslunum. Hverju korti fylgir niðurhalskóði og geta viðtakendur kortanna náð sér í lögin á heimasíðunni www.kimirecords.com. Kortið er hannað af Hauki Morðingja og Svavari Pétri Eysteinssyni.

Lögin voru tekin upp og að öllu leyti unnin af upptökusnillingnum Axeli ‘Flex’ Árnasyni í Stúdíó Reflex.

2 Athugasemdir

 1. palli pönk · 06/12/2010

  aldrei hefur pönkband svikið málstaðinn jafn mikið :S

 2. kristjangud · 06/12/2010

  Hmmm.. með því að semja jólalag?

  Hvað með The Ramones? The Fall? The Pogues? o.s.frv.

  Annars virðist mér sem fæst bönd sem í almennri umræðu eru kölluð pönk hafi nokkurn málstað yfirleitt.

Leave a Reply