• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rjómajól – 7. desember

Sjöundi gluggi dagatalsins er tileinkaður New York pönkurunum í Ramones. Um jólaleitið 1987 kom lagið “Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight)” út sem B-hlið á smáskífu. Í dag er lagið raunar orðið þekktara en sjálf A-hliðin. Merkilegt nokk þá nær jólastuðið að skila sér í gegnum einfalt pönkið – sem er bara gott og blessað.

Ég ætla svo að leyfa ábreiðu af laginu að fljóta með. Það er Asobi Seksu, önnur New York sveit, sem breiðir yfir lagið og lukkast það bara bærilega hjá þeim. Bandið gaf smellinn út á sjö tommu árið 2007 á vegum One Little Indian.

Ramones – Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Asobi Seksu – Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply