Tónleikar næstu daga á Sódóma og Faktorý

Hljómsveitin Ég og Hellvar á Sódóma fimmtudaginn 9. des.
Hljómsveitin Ég mun spila gamalkunna smelli ásamt lögum af glænýrri plötu sinni Lúxus Upplifun en sú plata hefur fengið magnaðar viðtökur og allstaðar fengið frábæra dóma í fjölmiðlum og hjá almenningi og fyrsta upplag plötunnar seldist upp. Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og kostar litlar 1000 kr. inn.

Hljómsveitin Ég – Já, þessir vísindamenn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brakfögnuður á Faktorý Bar fimmtudaginn 9.des.
Neðanjarðarfélagið BRAK Hljómplötur ætlar að halda BRAK tónleikakvöld í tilefni afmælis Tre Cool, trommara Green Day, en hann er 37 ára þann 9. desember. Tónleikadagskráin fer fram á Faktorý Bar við Smiðjustíg 6 og er frítt inn. Fist Fokkers, Ljósvaki, Loji, Markús & Diversion Sessions og Quadruplos ætla að reiða fram ljúfa tóna og bjóða upp á það allra besta sem er að gerast í íslensku útgáfulandslagi. Hljómsveitirnar sem koma fram eru úr allskyns áttum en eiga það sameiginlegt að vera frekar töff. Einhverjar plötur verða til sölu á kvöldinu og verða þær í ódýrari kantinum.

Tónleikarnir byrja kl. 21:30 og það er frítt inn og rokna stuð.

Andlegur leiðtogi og stuðningsaðili kvöldsins er Stafrænn Hákon en nýjasta afurð hans Glussajól verður fáanleg á kvöldinu en hún kemur út einmitt sama dag.

Fist Fokkers – Hysteria (ruff-mix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Markús and The Diversion Sessions – Stay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myrká og Porquesi á Sódóma föstudaginn 10. des.
Hljómsveitin Myrká frá Akureyri er á leiðinni suður með sitt kraftmikla og drungalega dauðapopp. Leikin verða bæði ný lög af væntanlegum disk Myrká í bland við eldra efni af disknum 13 sem kom út í vor. Hljómsveitin er nýkomin heim úr tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hún sló í gegn og er því í hörkuformi.

Hljómsveitin Porquesi flytur epískt instrumental rokk, ólgandi af lífskrafti. Með nýfæddan frumburð sinn, This is forever, í farteskinu færa þeir dramatíkina upp á hærra level og spila fyrir hvert augnablik.

Myrká – My Prison

Berndsen og Valdimar á Sódóma laugardaginn 11. des.
Hljómsveitina Berndsen & The Young Boys, með rauðhærða ofurtöffarann Davíð Berndsen í fararbroddi, þarf vart að kynna. Berndsen leikur synthapopp undir sterkum 80’s áhrifum og hefur lífleg sviðsframkoma sveitarinnar, ásamt tónlistarmyndböndum, vakið mikla athygli enda veigra ungu drengirnir ekki fyrir sér að fækka fötum ef svo ber undir við mikinn fögnuð gesta!

Hljómsveitin Valdimar er nýtt afl í íslensku tónlistarsenunni. Tónlist sveitarinnar spannar allan tilfinningaskalann og eru blásturshljóðfæri áberandi í lögum hennar. Sveitin gaf nýlega út frumraun sína Undraland, sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Húsið opnar kl. 22.00 og miðaverð er kr. 1000.

Berndsen – Young Boy

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.