• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Unknown Mortal Orchestra

Þegar maður heyrir minnst á tónlist sem sameina á, undir yfirflokknum “algleymispopp”, allt í senn sækadeliku, hip hop, punk og garage popp, er ekki nema von að maður leggi við hlustir. Það er Portland sveitin Unknown Mortal Orchestra sem tekst á glæsilegan og einkar áheyrilegan hátt að sameina allar þessar ólíku stefnur en útkomuna kallar hún, eins og áður sagði, “algleymispopp”.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann, ætli maður sér að finna einhverja samlíkingu, er The Go! Team en tónlist Unknown Mortal Orchestra, sem er, þrátt fyrir að hafa vakið athygli margra, bókstaflega “unknown”, er þó ekki jafn tryllt og hávaðasöm þó vissulega vanti ekki upp á hressleikann.

Unknown Mortal Orchestra gaf nýverið frá sér samnefnda EP plötu í takmörkuðu upplagi og miðað við bössið í kringum þessa huldusveit má þykja líklegt að hún neyðist til að koma úr felum fljótlega og fram fyrir kastljós fjölmiðla.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply