Valdimar og Moses Hightower spila í Slippsalnum í kvöld

Í kvöld munu hljómsveitirnar Valdimar og Moses Hightower leiða saman hesta sína í Slippsalnum (Nema Forum) á Mýrargötu. Húsið opnar kl. 20, en kl. 21 mun fyrsta hljómsveit hefja leik. Miðaverð er 1000 kr.

Hljómsveitirnar tvær eiga margt annað sameiginlegt en að heita mannanöfnum. Báðar leika þær sálarinnblásna og blásaraskotna popptónlist með íslenskum textum, báðar hafa þær ómað ótt og títt í útvarpi allra landsmanna, og báðar gáfu þær út frumburði sína árið 2010.

Skyldumæting!

Valdimar -Hverjum degi nægir sín þjáning

Moses Hightower – Bílalest út úr bænum

One response to “Valdimar og Moses Hightower spila í Slippsalnum í kvöld”

  1. balli says:

    svo eru þeir flestir hrifnir af þverröndóttum bolum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.