Black Valentine – Sex on the Beach

Litla vinalega útgáfan með langa nafnið:  Ching Ching Bling Bling Records hefur laumað út nýrri plötu svo lítið ber á.  Ber hún nafnið Sex on the Beach og skrifaðir fyrir henni eru þeir Pétur Úlfur (Pornopop, Peter and Wolf, Ikea Satan o.fl.) og Hallgrímur Jón (Tenderfoot, Bee Spiders). Saman mynda þeir hljóðversbandið Black Valentine og er þetta önnur plata sveitarinnar en hin magnaða stuðplata Rehab is for Quitters kom út árið 2009.   Þessir litlu gullmolar eru báðir fáanlegir á stafrænu formi á Gogoyoko og stendur jafnvel til að gefa þær út á föstu formi síðar í takmörkuðu upplagi sem tvöfaldan disk.  Þangað til munu þær gleðja jaðartónlistasælkera á stafrænum vettvangi.

Plötunni er erfitt er að lýsa.  Hún hefst á eðal elektrói en endar í poppuðum rokkslögurum og skringilegum raftónlistarballöðum.  Heyrn er sögu ríkari.  Einnig er vert að minnast á að umslagsmyndin er kærkominn vermir í vetrarkuldanum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.