• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Rjómajól – 16. desember

Jóladagatalsgluggi dagsins færir okkur hugsanlega verstu jólalögin hingað til. Þau eru raunar svo slæm að þau fara hringinn og verða alveg stórkostleg!

Hvaða snilld er þetta, spyrjið þið? Jú, að sjálfsögðu hljómsveitin Nablakusk. Ekki indíkrúttin í Naflakusk, heldur forverar þeirra í Nablakusk, með bé-i. Það er óttalega lítið hægt að finna um þessa sveit, ömmu undirritaðrar áskotnaðist platan ‘Jólakusk‘ með hljómsveitinni árið 1998 þegar hún kenndi meðlimum sveitarinnar í Árbæjarskóla. Því er enga mynd af þeim að finna og fær mynd af jólasveinum í Árbæjarskóla að fylgja með.

Hljómsveitina skipuðu þeir Tommi, Þorsteinn, Egill, Andri, Óli, Þórir, Elmar, Gummi, Krilli, Bjarni, Hólmar, Jónas, Árni, Hilli, Baldur og Bent sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir nú í dag. Gaman væri að vita hverjir strákarnir í rununni á undan eru og ef lesendur skildu vita það væri ekki vitlaust að deila því með okkur hinum.

Strákakórinn falski syngur einlæglega um naflakusk í jólasamhengi á plötunni Jólakusk og er útkoman – þótt ótrúlegt megi virðast – einstaklega hátíðleg. Lög á borð við „Hátíðarkusk“ („Ég er með hátíðarkusk/Ég er með klístrað naflakusk/Sama hvert sem ég fer/Ég finn það hlaðast upp á mér/Eftir feita steik/Kemst ég ekk’á kreik/Því spikið er mér ofviða“) eru nú orðinn fastur liður jólanna: undirspil laufabrauðsútskorninga og smákökubakstra. Í rauninni eru jólin ekki kominn fyrr en Kuskið er sett á fóninn.

Það er því ekki seinna vænna en að leyfa ykkur, lesendur kærir, að heyra nokkur lög og finna hinn sanna anda jólanna færast yfir!

Nablakusk – Benjamín bumba

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nablakusk – Hátíðarkusk

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 Athugasemdir

 1. Grimmi frændinn · 19/12/2010

  Mynd sem var tekin árið 1998 af Nablakusk fyrir utan félagsmiðstöðina Ársel !

  http://sphotos.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v2326/151/65/546731395/n546731395_1868188_5193.jpg

 2. Hildur · 20/12/2010

  Dásamlegt – takk!

Leave a Reply