• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rjómajól – 17. desember

Áður en byrjað var að rokka í kringum jólatréð, var blúsað í kringum það.

Upp úr jóladagatali Rjómans spretta nú þrír frábærir blústónlistarmenn, allir fæddir fyrir ca.120 árum.

Arthur ‘Blind Blake’ hefur verið kallaður konungur Ragtime-gítarsins. Hann tók upp u.þ.b. 80 lög á árunum 1926-32 þeirra á meðal Lonesome Christmas Blues.

Blind Lemon Jefferson hafði áhrif á nánast alla blúsara sem á eftir honum komu, og samdi einn magnaðasta blússlagara allra tíma; See That My Grave is Kept Clean.  Christmas Eve Blues kom út árið 1928 og á bakhliðinni á smáskífunni var annað hátíðarlag Happy New Year Blues. Blind Lemon lést ári eftir upptökuna, 36 ára gamall.

Þjóðlagablúsarinn Leadbelly var dæmdur fyrir morð árið 1918 og sá fram á að eyða ævinni í fangelsi en var náðaður af ríkisstjóranum eftir að hafa samið lag um hann og flutt á fangelsisskemmtun. Eða svo segir sagan. Leadbelly var mikill barnavinur og samdi þónokkuð af barnalögum, þar á meðal On a Christmas Day.

Blind Blake – Lonesome Christmas Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blind Lemon Jefferson – Christmas Eve Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leadbelly – On a Christmas Day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply