• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rjómajól – 18. desember

Í jólarjómaglugga dagsins leynist glænýtt lag og er það ekki af verri endanum. Vinir okkar í Beach House gáfu út frábæra plötu, Teen Dream, í blábyrjun ársins og ljúka svo frábæru ári með því að senda frá sér nýtt lag, “I Do Not Care For The Winter Sun”. Lagið kalla þau sjálf hátíðarlag og þótt ekki sé beint sungið um jólin þá má greina sterka jólastemmningu, það heyrist jafnvel hreindýrabjöllu. Sjálfum hefur mér alltaf þótt sterk vetrarstemmning í tónlist Beach House og því virkar það eiginlega gráupplagt að sveitin skuli skelli í eitt lag fyrir hátíðarnar. Nýja lagið má svo fá frítt með því að kíkja á heimasíðu Beach House.

Beach House – I Do Not Care For The Winter Sun

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply