• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rjómajól – 23. desember

Nú í næstsíðasta glugga Rjómajólanna koma nokkrir góðkunningjar Rjómans. Fyrst ber að nefna Sufjan Stevens, sem hefur verið ansi duglegur í jólalagaframleiðslu eins og lesendur Rjómans ættu að þekkja. Fyrir nokkrum árum kom út box sett með jólastuttskífum með Sufjan og sögusagnir segja að fleiri slíkar jólaplötur séu til óútgefnar. Jólaplata númer 8 lak þannig á netið fyrir nokkrum árum, en plötur númer 6 og 7 eru enn sveipaðar dulúð – tja þar til núna. Á dögunum voru nefnilega The National bræðurnir Aaron og Bryce Dessner í heimsókn á BBC að spila jólalög af plötum, þar á meðal tvö óútgefin lög sem þeir tóku upp með Sufjan og Richard Parry úr Arcade Fire. Sagan segir að þetta efni sé að finna á hinni enn óútgefnu Song For Christmas Vol. 6 – Gloria! og verðum við ekki bara að trúa því? Lagið “Barcarola (You Must Be a Christmas Tree)” er frumsamið af Sufjan og ætti að gleðja þá sem bíða í ofvæni eftir að týndu jólaplöturnar hans leki í netheima.

Sufjan Stevens – Barcarola (You Must Be a Christmas Tree)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hitt lagið í rjómajóladagatalaglugga dagsins er hinsvegar glænýtt og það er hinn ofurofvirki Bradford Cox, eða Atlas Sound, sem flytur “Artificial Snow”. Fyrir utan að vera á fullu með Deerhunter þá gaf Atlas Sound út heilar fjórar plötur á jafnmörgum dögum fyrir um mánuði og því kemur varla á óvart að Cox lætur sér ekki nægja að gefa út eina útgáfu af laginu, heldur má hlaða niður heilum fimm mismunandi útgáfum af “Artificial Snow” á vefsíðu Deerhunter.

Atlas Sound – Artificial Snow (Notown Version)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply